Færsluflokkur: Ljóð
21.2.2023 | 13:38
Draumórar
Um ferðir Örnu til Hollywood
er lítið frá að segja
Sá stórstjörnu með silkiklút
en helst vildi hún deyja
Ljóð | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2023 | 13:29
Braggabarn
Í bragga borið barn er út
Því frelsarinn er farinn
Þá liggur móðir í sorg og sút
En karlinn fer á barinn
Ljóð | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2023 | 21:26
Urðun, Vínandi og Skuld
Urðun
Úr skotti dregur svartan poka
Klemma fyrir nefið
Hendir honum niður gjánna
Það var lokaskrefið
Vínandi
Að verki loknu sækir hann í vínið
Og yfir tóma bæinn rýnir
En inni á kránni mætir honum svínið
"Hvar eru peningarnir mínir?!"
Skuld
Hnéið þolir ekkert hnjask
Kúbein kyssir kallinn
Þetta er bara brall og brask
Rauður er nú skallinn
Ljóð | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Dagur í lífi stráks
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar